Einingahús úr krosslímdu timbri (CLT cross laminated timber) hvort sem er fyrir gólf, veggi eða þök, er eitthvað sem menn eiga almennt ekki að venjast sem burðarvirki húsa. Nú er þetta orðinn mjög góður kostur við val á húsagerð þar sem allt burðarvirki kemur tilbúið og tilsniðið á verkstað og hægt er að reisa og loka húsi á mjög skömmum tíma.

Nú býður Idex CLT ( krosslímdar timbureiningar) einingar frá Stora Enso. Stora Enso  er með þrjár verksmiðjur.
Tvær í Austurríki og eina í Svíþjóð.  Sú fjórða er í byggingu og verður líklega tekin í notkun árið 2022.

CLT einingarnar frá Stora Enso eru í hæsta gæðaflokki. Ef gæðin skipta máli þá velur þú einingar frá Stora Enso.

Jafnframt getur Idex boðið heildarlausn varðandi glugga og klæðningar þannig að húsið er allt meira og minna á einni hendi sem sparar tíma og fé við samræmingu ólíkra byggingarhluta hússins.

….Og við byggjum líka hratt ! 
 Sjá myndband hér að neðan.

(…og það má hækka í græjunum.)

Einingarnar hafa gríðarlegan styrk enda er farið að byggja háhýsi úr þessari gerð timbureininga og eru hönnuðir farnir að hugsa hærra og hærra hvað varðar byggingar gerðar úr krosslímdu timbri…..

Sjá umfjöllun um Finlandia Prize for Archhitecture hér

CLT – Storaenso hefur nú framleitt skólahúsnæði úr krosslímdum timbureiningum í Vín í Austuríki, samtals 5 skóla á 11 mánuðum – samtals 7200 m². Vín er mest vaxandi borg að íbúafjölda í hinum þýskumælandi hluta Evrópu í dag með um íbúaaukningu um 15.000 íbúa á hverju ári og því er þörf fyrir hraða í skólabygginum mjög mikill. Þessu hefur CLT – Storaenso mætt af miklum krafti
– sjá umfjöllun um skólabyggingarnar hér.

En af hverju að byggja úr timbri ?

  • Umhverfisvænt af því að notaðir eru endurnýjanlegir skógar í framleiðsluna
  • Bindur kolefni (sjá umfjöllun hér )
  • Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu
  • Þynnri veggir – meira rými
  • Minni einangrun þar sem massinn í timbrinu er einangrun í sjálfu sér
  • Fjótlegt í uppsetningu – stuttur byggingartími húss

Kynntu þér kosti krosslímdra timbureininga þegar þú stendur frammi fyrir vali á húsagerð.

Hönnunarforrit CLT :  Calculatis

BIM toolbox fyrir CLT :  Prodlib