Við getum nú boðið stálstiga, stiga- og svalahandrið úr stáli og gleri frá Anvalda sem er framúrskarandi fyrirtæki á sínu sviði. Anvalda hefur yfir að ráða stórri verkfræði- og  hönnunardeild og hefur því möguleika á að bjóða stiga og handrið fyrir mismunandi og ólíkar aðstæður.
Öll framleiðsla fer fram skv. staðli EN1090.

Verkkaupi fær þrívíddarteikningu í hendurnar til að fara yfir efnisval, útlit og samsetningar áður en framleiðsla hefst. Þar fyrir utan fylgir öllu efni ítarlegar leiðbeiningar til að auðvelda uppsetningu.

Vanti þig stiga eða handrið kannaðu þá hvort sölumenn okkar hafi ekki lausnina fyrir þig.

Sjá heimasíðu Anvalda: www.anvalda.lt