Idex hefur tekið að sér umboð fyrir Larson klæðningar frá spánska fyrirtækinu Alucoil sem hefur yfir 35 ára reynslu og þekkingu á sviði álframleiðslu. Klæðningarnar eru samsettar klæðningar sem byggjast upp á þunnri álplötu að utan og innan með svonefndum brunavörðum FR steinefnakjarna inn á milli. Klæðningin hefur staðlaða liti en yfirborð getur þar fyrir utan verið ál, ryðfrítt stál, kopar, zink, messing og fleira, allt eftir þínu vali.
Helstu eiginleikar:
- Eldþolnar
- Léttar og sléttar
- Sex tegundir burðarkerfa sem henta hverju verkefni
- Einstakt veður- og efnaþol
- Allt að 20 ára ábyrgð
- Einstakir efniseiginleikar
- Hávaða- og heitaeinangrun
- Umhverfisvænar
Sjá heimasíðu Larson : www.alucoil.com