Idex hefur boðið glugga og hurðir fyrir íslenskan markað í hartnær 30 ár.
Timburglugga, ál-klædda tréglugga og hurðir bjóðum við frá danska framleiðandanum idealcombi.
– Sjá nánar undir Ál-/trégluggar
Idex framleiðir og selur einnig álglugga og hurðir undir merkinu Idex álgluggar og hófst sú framleiðsla árið 2008. Verksmiðja fyrirtækisins er staðsett í Reykjanesbæ en söluskrifstofa er hjá Idex, Víkurhvarfi 6, Kópavogi.
Gluggarnir eru framleiddir úr álprófílum frá þýska fyrirtækinu Schüco sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á álprófílum til glugga- og hurðaframleiðslu. – Sjá nánar undir Álgluggar
Þá býður Idex gler í öllum stærðum og gerðum í ýmsum útfærslum. – Sjá nánar undir Gler