TILBOÐ Á VÖLDUM VÖRUM
– SJÁ BÆKLING HÉR AÐ OFAN

Útibekkir, leiktæki, heilsuræktargarðar o.fl. fyrir sveitarfélög, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga.

Idex hefur tekið að sér umboð fyrir Benito á Íslandi en Benito er reynslumikið fyrirtæki sem einbeitt hefur sér að vörum fyrir almenningsrými utanhúss ss.:
Æfingatæki úti fyrir almenningsstaði, heilsugarðar – sjá nánar
Bekki og borð úr umhverfisvænum og endurvinnanlegum efnum – sjá nánar
Leiktæki fyrir börn og unglinga
Fjölnotavelli (sparkvelli, körfubolta)
Gúmmíhellur og dúka
Sorpílát, stubbahús, drykkjarbrunna, girðingar 
Reiðhjólastanda og skýli

Æfingagarðarnir hafa verið einna vinsælastir og settir hafa verið upp slíkir garðar víðsvegar um heim með mismunandi gerðum tækja. Tækin voru fyrst sett upp í sunnanverðri Evrópu í almenningsgörðum og við sólarstrendur og er reynslan mjög góð af tækjunum. Eflaust kannast margir íslendingar við æfingatækin erlendis frá. Nú eru þau loksins komin til íslands.

Í Danmörku og Noregi t.d. eru fjöldi slíkra heilsugarða. Tækin eru afar vönduð og gerð til að standa úti allt árið.

Benito tækin henta einnig afar vel við golfvelli og gönguleiðir þar sem fólk getur hitað aðeins upp áður en það fer á völlinn að spila eða gengur á fjallið.

 

Það er góð fjárfesting fyrir sveitarfélög og félagasamtök að koma sér upp æfingatækjum sem stuðla  að bættri heilsu og hafa þau staðsett þar sem allir hafa frían aðgang að hvenær sem er og gefa þannig fólki kost á að stunda líkamsrækt á þægilegan og skemmtilegan hátt úti í hreinu og tæru lofti. Æfingar fyrir yngra sem eldra fólk af öllum stærðum og gerðum getur þannig skapað íþrótta- og tómstundavenjur og stuðlað að aukinni velferð allra í samfélaginu.

Sjá heimasíðu Benito : www.benito.com