Rationel hefur hannað og framleitt timburglugga í yfir hálfa öld.  Á þeim tíma hafa þeir hannað mikinn fjölda glugga bæði í timbri og síðan ál/timbri.  Þeir bjóða uppá mikla möguleika í opnanlegum fögum og hurðum, margar tegundir glers s.s. k-gler, sólvarnargler, öryggisgler og einnig mikið úrval af öryggisvörum fyrir glugga og hurðir.

Hvort sem það er nýbygging, endurbætur, einbýlishús eða fjölbýlishús þá hefur Rationel það allt fyrir þig.

Kostir Rationel hurða og glugga eru m.a. :

  • 50 ára reynsla
  • Sérvalin fura
  • Hátt einangrunargildi glugga
  • 5 ára ábyrgð á framleiðslu
  • Margir litamöguleikar
  • Loftventlar fyrir loftun án þess að opna glugga

Við bjóðum upp á að skoða aðstæður og komum með hugmyndir ásamt því að gefa verðtilboð. Hafðu samband við söluráðgjafa og fáðu nánari upplýsingar.

Sjá einnig nánar heimasíðu Rationel