Idex býður öryggislokanir, öryggisgrindur og öryggishlið sem framleiddar eru sérstaklega fyrir Idex ehf. af danska framleiðandanum JSA Sikring.

Idex öryggisgrindin er ein besta rafdrifna rúllugrindin sem völ er á, hún er góð vörn gegn innbrotsþjófum og torveldar skemmdarverk.
Idex öryggisgrindin er gerð úr áli, er SKAFOR viðurlennd í flokknum BLÁ/ STÖÐVANDI og sameinar gott öryggi, gegnsæi og smekklega hönnun.

Idex býður mismunandi öryggislausnir, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa miðað við aðstæður hverju sinni. Sjá myndasafn hér að neðan.