Neuform innihurðir

Fyrirtækið Neuform-Tuerenwerk Hans Glock GmbH & Co. KG framleiðir og býður upp á fjölbreytt úrval af hurðum, spónlögðum, plastlögðum eða lökkuðum með viðar eða stálkörmum með og án gerefta. Neuform hurðir hafa verið settar upp víða í háskólum, hótelum, gistiheimilum, sjúkrahúsum og verslunarmiðstöðvum. Allar hurðir eru sniðnar að kröfum viðskiptavina.

Hljóðeinangrun / Hljóðvörn
Framleiddar eru hurðir sem uppfylla kröfur um 32, 37, 42 og 47 dB fyrir einfalda hurð og 32, 37 og 42 dB fyrir tvöfalda hurð. Sérstakar hurðir eru í boði sem eru með  hljóðvörn og um leið innbyggðri loftræstingu.

Eldvarnir
Neuform býður eldvarnarhurðir með 30, 60 og jafnvel 90 mínútna brunaþoli. Þessar eldvarnarhurðir geta einnig verið sérstaklega hljóðeinangraðar. Þær koma tilbúnar til uppsetningar með öllum fylgihlutum ásamt aðgangsstýrikerfi að ósk viðskiptavina.

Votrými

Neuform votrýmishurðir eru gerðar úr Polystyrene og Polyurethane og henta í sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og fleira þar sem raki er mikill.
Fyrir sjúkrahús t.d. eru í boði harðplastklæddar hurðir með polyurethaneklæddum köntum til að verja gegn raka og höggum. Hurðablöðin eru harðplastklædd og karmarnir úr máluðu eða ryðfríu stáli.

Hámarksstærð Neuform hurða:
Hurðarblað: Breidd =1.600 mm, hæð =3.000 mm, þykkt =40, 50, 65, 70, 90, 100 mm

Yfirborðsmeðhöndlun:
Resopal harðplastklæddar 0,8mm,  náttúrulegur spónn eða sprautulakkað í RAL og NCS litum.

Fjölbreytt úrval hurðakarma er í boði með og án gerefta.

Fyrir nánari upplýsingar og ósk um ráðgjöf og tilboð vinsamlegast hafið samband við söluráðgjafa IDEX