Felli- og flekaveggir frá Idex eru framleiddir af sænska fyrirtækinu Winab og hafa verið á íslenskum markaði í yfir 20 ár.
Felli- og flekaveggir eru færanlegar veggeiningar til skiptingar á stóru eða smáu rými, aðallega ætlað fyrir skóla, hótel, ráðstefnu- eða fundarsali.
Hljóðeinangrun felliveggja frá Rw 41 – 49 dB og flekaveggja Rw 40 – 53 dB.

Flekaveggir eru frekar ætlaðir til skiptinga á stóru rými þar sem hver fleki er sjálfstæður og hengdur á sleða í öflugri braut. Hægt er að flytja einingarnar úr einum stað í annan og raða saman á mismunandi vegu svo sem til geymslu þegar opna þarf á milli rýma.

Felliveggir eru frekar ætlaðir til skiptinga á minna rými þar sem einingarnar í veggnum eru hengdar saman á lömum. Allar einingarnar eru þannig samhangandi og keyra eftir braut í lofti og/eða gólfi. Við opnun raðast einingarnar til hliðar eins og harmonika.

Sjá heimasíðu Winab: www.winab.se

 
Felliveggir og flekaveggir